UM ANNSY
Annsy bjó og starfaði í London sem ljósmyndari frá 2018-2025. Hún hefur myndað auglýsinga herferðir, fyrir tísku og förðunnar blöð, myndir fyrir fyrirtæki, myndir fyrir heimasíður, samfélagsmiðla og fleira.
Annsy er fædd og upp alin á Sauðárkróki. Hún keypti sína fyrstu myndavél árið 2016 og myndaði fjölskyldur, fermingar, útskriftir, bumbumyndir og brúðkaup til að safna myndum í portfolio og sækja um Ljósmyndanám. Árið 2018 flutti hún til London og lærði “Professional Photography” í Spéos Photography School.
Eftir námið hefur hún unnið sem ljósmyndari sjálfstætt og stofnaði seinna meir fyrirtæki sem bauð upp á ljósmyndaþjónustu og leigu á ljósmyndastúdíói.
Annsy hefur myndað meðal annars fyrir breska, íslenska, þýska, bandaríska, ítalska og indverska viðskiptavini.
Myndirnar hennar hafa sést á HBO, BBC, í yfir 40 neðanjarðarlestar stöðvum í London og í ýmsum tísku og förðunnar blöðum um allan heim,
Meðal annars: Harpers Bazaar Arabia, Marie Claire, Glamour, L’officiel, Lucy’s Magazine, Tribu-te UK, Photo Vogue Italia og fleirum
Annsy hefur myndað fyrir: HBO, Bad Wolf, Bellissima Italia, London Grace, The Organic Pharmacy, Iceland Cover, Beauty Science, Lyra Modest, Samtök sveitafélaga á Norðurlandi Vestra,Kaupfélag Skagfirðinga, Sveitafélagið Skagafjörður, La belle beauty Iceland, DCBN, og fleiri.
Viltu vita meira, eða ertu tilbúin að bóka?
Endilega hafðu samband!