Ljósmyndun við öll tilefni
UM ANNSY
Annsy bjó og starfaði í London sem ljósmyndari frá 2018-2025. Hún hefur myndað auglýsinga herferðir, fyrir tísku og förðunnar blöð, myndir fyrir fyrirtæki, myndir fyrir heimasíður, samfélagsmiðla og fleira.
Annsy er fædd og upp alin á Sauðárkróki. Hún keypti sína fyrstu myndavél árið 2016 og myndaði fjölskyldur, fermingar, útskriftir, bumbumyndir og brúðkaup til að safna myndum í portfolio og sækja um Ljósmyndanám. Árið 2018 flutti hún til London og lærði “Professional Photography” í Spéos Photography School.
Eftir námið hefur hún unnið sem ljósmyndari sjálfstætt og stofnaði seinna meir fyrirtæki sem bauð upp á ljósmyndaþjónustu og leigu á ljósmyndastúdíói.
Annsy hefur myndað meðal annars fyrir breska, íslenska, þýska, bandaríska, ítalska og indverska viðskiptavini.
Myndirnar hennar hafa sést á HBO, BBC, í yfir 40 neðanjarðarlestar stöðvum í London og í ýmsum tísku og förðunnar blöðum um allan heim,
Meðal annars: Harpers Bazaar Arabia, Marie Claire, Glamour, L’officiel, Lucy’s Magazine, Tribu-te UK, Photo Vogue Italia og fleirum
Annsy hefur myndað fyrir: HBO, Bad Wolf, Bellissima Italia, London Grace, The Organic Pharmacy, Iceland Cover, Beauty Science, Lyra Modest, Samtök sveitafélaga á Norðurlandi Vestra,Kaupfélag Skagfirðinga, Sveitafélagið Skagafjörður, La belle beauty Iceland, DCBN, og fleiri.
Viltu vita meira, eða ertu tilbúin að bóka?
Endilega hafðu samband!
Þau sem hafa komið í myndatöku til Annsy
“Fórum í útimyndatöku hjá Annsy og það var svo afslappað, hún er með svo góða nærveru. Þriggja ára strákurinn minn talar ennþá um hvað þaðvar gaman og vill fara aftur! Myndirnar komu frábærlega út og við öll hæst ánægð!”
— Berglind Ösp
“Annsy fangaði öll bestu augnablik brúðkaupsdagsins og meira en það! Hún gefur frá sér svo góða orku sem skilar sér í náttúrulegum og óuppstilltum myndum - sem var akkúrat það sem við vorum að leita eftir. Gestirnir okkar tóku líka eftir þessu og höfðu orð á því hversu frábær ljósmyndarinn var. Þar að auki er Annsy bara svo ótrúlega fær í sínu fagi, að við vorum orðlaus þegar við sáum myndirnar! Mælum svo hjartanlega með Annsy.”
— Hildur & Martin
“Annsy náði strax til barnanna með húmornum, brosinu og uppörvandi athugasemdum, það leiddi til þess að allir urðu afslappaðir í myndatökunni.”
— Heiða Guðmundsdóttir
Spurt og svarað
-
Ef að þú bókar stóra pakkann sem er klukkutími, þá er lítið mál að taka myndir bæði úti og inni.
-
Það er ekkert mál! Ég get komið og stillt upp stúdíói í stofunni eða tekið myndir úti á ykkar uppáhaldsstað.
-
Myndafjöldi fer eftir pakkanum sem þú velur.
Ef þú velur stóra pakkann þá færð þú 15 fullunnar myndir í bæði lit og svarthvítu.
Ef þú veljur litla pakkann þá færð þú 10 fullunnar myndir í bæði lit og svarthvítu.Þegar þú ert að velja þínar uppáhalds myndir þá er hægt að bæta við fleiri myndum. Auka mynd kostar 3000 kr.
-
Eftir myndatökuna, færð þú að sjá óunnar myndir í vef galleríi þar sem að þú velur þínar uppáhalds.
Þegar þú ert búin að velja þá vinn ég myndirnar.
Ef þú komst í fjölskyldu-, fermingar-, útskriftar- eða meðgöngumyndatöku þá getur tekið allt upp í 4 vikur að vinna myndirnar, en þær eru oft tilbúnar fyrr.Brúðkaupsmyndir taka aðeins lengur en eru tilbúnar innan við 6-8 vikur.
-
Það er hægt að koma á fermingardaginn sjálfan, eða nokkrum vikum fyrir eða eftir.
Á fermingardaginn sjálfan er oft lítilll tími til að koma myndatöku fyrir. Ég mæli með að koma í myndartöku nokkrum vikum fyrir fermingu svo að myndirnar séu tilbúnar og hægt að sýna þær í veislunni.
Margir velja að koma í myndatöku á sama tíma og fermingarbarnið fer í prufugreiðslu.Fyrir þá sem elska útimyndir, þá er mjög gaman að mynda úti yfir sumarið. Sumir velja að bóka myndatöku fyrir fermingu í stúdíói og eiga þá myndir fyrir veisluna og koma svo aftur í útimyndatöku yfir sumarið.
-
Ef myndatakan er úti, þá mæli ég með því að velja föt sem þér líður vel í og eru snyrtileg. Lopapeysur og föðurland nýtist vel í úti myndatökur.
Ef þú ert að koma í stúdíóið þá getur þú verið í hverju sem er og jafnvel tekið með föt til skiptana. Til dæmis; Spariföt, Íþróttaföt, Lopapeysur og sumir koma allir í stíl í náttfötum.Ég mæli með því að velja einfaldari munstur og liti svo að fókusinn á myndinni geti verið á fallega fólkinu, en ekki fötunum.
-
Nei. Óunnu myndirnar eru ekki tilbúin vara, og ég skila bara hágæða fullunnum myndum.
-
Þú getur bókað myndatöku með því að senda mér tölvupóst á annsy@annsy.co, eða með því að fylla inn formið hérna fyrir ofan.
-
Í gegnum tölvupóst annsy@annsy.co eða í síma 6605562
Annars er hægt að fylla út formið að ofan og spurja þegar ég hef samband.